Tilfinningar................................

 

 Ég er búinn að vera eitthvað asnarleg í skapinu.Crying Ég er viðkvæm fyrir gagnrýni og hrósi. Ég er að fá komment sem særa og gleðja í senn. Ég veit ekki stundum hvernig á að taka á því, og í fyrsta skipti í marga mánuði fékk ég þessa tilfinningu að mig langaði að borða yfir þessar tilfinningar. En eitt símtal og smá skrif i e-mail hjálpar alltaf. Ég er svo heppin að eiga góða vini að. Og að vita að ég er ekki ein í þessum heimi sem líður svona.Wink

                                NMW   einn dag í einu og ekkert kjaftæði.

 Hér er svo stjörnuspá dagsins.....Krabbi:

Veittu því athygli hvað góðvild fólksins í kring um þig skiptir þig miklu máli. Búðu þig undir óvænt ævintýri og ýttu frá þér ótta og efasemdum

 

Yfir og út.............. knús og krullur


Góðann daginn

ljúfur dagur, ætla að leika húsmóður til hádegis og taka að eins til og þvo þvott, fara í afmæli og enda kvöldið á fundi með yndislegum skvísum. Vona að dagurinn verði ljúfur og góður fyrir flesta, það er ekki hægt að biðja um meir.

InLoveknús og kram


Hitt og þetta.......

Ég er ekki að nenna að vera lasinn. Ég er svo sjaldan lasinn að ég kann það ekki og næ ekki að slappa af.

Ég er nú *bara* með kvef, nýbúinn að klára pensilín skammt vegna eyrnabólgu og er nú kominn á annan skammt vegna kinnholusýkingar og sterasprey í nefið.......blablablablablablablablablabla.Sick

En þrátt fyrir það heldur lífið áfram, kennslan byrjuð á fullu og alltaf gaman að hitta nemendur sem hafa verið á vinna á síðustu önn og eru að koma ferskir inn aftur, bara skemmtilegt.

Öll rútína kominn vel af stað, nú er bara að skutla og ná í börn á æfingar. Gréta er að æfa 5x í viku fimleika og Máni 3x í viku Frjálsar. Ég er nú svo heppin að vera í samvinnu með foreldrum um að skiptast á að skutla og sækja.

Jæja nóg af bulli í bili takk takk  

 


Árið 2009

Ég á ósk um að árið 2009 verði framkvæmdarárið mitt, ekki í þeim skilningi að framkvæma eitthvað stórfenglegt eða að smíða hús heldur litlar framkvæmdir.

Ég keypti framkvæmdarbók í von um að óskipulagða ég verði ögn "bara ögn" skipulagðari. 

Þetta hefði ég ekki gert fyrir ári síðan, en með bjartsýni og von í hjartanu byrja ég nýtt ár full af gleði, bjartsýni. 

Takk fyrir allt gamalt og gott.

friður Heart


Jól og fráhald

Jæja jæja...ég er búinn að hafa það ágætt um jólin. Byrjaði reyndar með flensu á þorláksmessu og er enn að basla við flensuna. Allur matur um jólin er búinn að vera geðveikur... borðaði bestu önd sem við höfum eldað. Meðlætið æði og eftirrétturinn frábær. aAð er búið að vera yndislegt að vera með fjölskyldunni í ró og næði.

Þrátt fyrir allt þetta hef ég átt mína tæpu stundir sem ég skil ekki alveg, mig hefur langað að kasta þessu öllu frá mér og borða allt annað en ég má, það er ekki mikið um það hér heima, við slepptum því að kaupa konfekt þessi jólin og söknum þess ekki. Ég hef virkilega þurft að taka mig á eintal og spyrja mig spurninga bara til að halda mér frá því sem ég var að detta í,

eins og spurning um viltu fara í vanlíðan aftur?

langar þig að vera stanslaust íllt í maganum?

langar þig í bjúg og liðverki?

viltu vera með þokukenndan hug?

villtu í alvöru verða 120 kg aftur eða meir?

Nei, ég er glöð að vera verkjalaus í dag, ég hef misst 40 kg er komin úr fatastærð 48-50 í 42 og er farinn að gera hluti sem ég gat ekki áðurvegna orkuleysi og sykursleni.

Sorry þurfti að skrifa pirringinn í burtu. 

Hafið það gott. knús og kossar 


Gleðileg Jól og farsælt komandi nýtt ár.

Við óskum öllum ást og friðar á þessum hátíðardögum.

Bestu kveðjur Silla og fjölskylda.

 

jol_2008.jpg

jol2008_2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

pc240852.jpg


Jólakósý

Það er ekkert meira kósý en að sitja í stofunni, búinn að skúra og þrífa. Jólaljósin komin í gluggana, jólaskrautið komið upp. Búinn að kveikja á kertum og er að hlusta á dýrlega jólatónlist og það er friður í hjartanu. Getur þetta verið betra?. Ég hlakka til jólana og hlakka til að borða spennandi nýjan mat.

 

Góða nótt englarnir mínir.


ALLAMALLA

Jæja hérna, ég hef ekki bloggað sérlega mikið, er ekki mikill bloggari í mér en finnst þetta samt gaman.

ÞAð er búið að vera mikið að gera og allt á fullu. Ég þurfti að laga ofnalagnir hérna heima, gluggar og hurðir eru komnar í bílskúrslíkið. En nú er kennslan búinn og próf framundan. Ég er með 5 próf og þarf að sitja yfir í  5 daga í prófum. Svo bíður yfirferð og útreikningar prófa. Það þýðir að ég verð meira heima...loksins.....börnin eru kát með það. Ég ætla ekki að hella mér í bilaða vinnu á stofunni, ég lofaði fjölskyldunni því.

 

Í dag á ég vigtunardag, ég er búin að bíða pínu spennt því mig grunaði að ég væri enn að léttast. Ég er kannski einhver öfugmæli við aðra en þrátt fyrir meira prótein, hætt að minnka grænm. og búinn að bæta við ávöxt í hádegi þá er ég orðin ....tarara 78.7 kg en kommmon ég er 180 cm á hæð. Ég er í shokki. Vildi bara láta ykkur vita.  Whistling


stjörnuspá

Krabbi: Það er betra að eiga sér góðan trúnaðarvin en byrgja allt innra með sér, því það getur verið skaðlegt. Gott hjá þér.

 

Fannst þetta passa vel við það það sem er í gangi hjá mér......gott að eiga trúnaðarvin til að tala við. 


Elsku mamma mín

Ég og mamma mín, mamma er best. Þessi mynd var tekin á föstudaginn og þykir mér óstjónlega vænt um hana mömmu mína. Takk fyrir að vera þú, þú ert æði mamma.ég og mamma

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband