um 40 kg farinn

Ég byrjaði á nýju lífi 2.april. Tók þá ákvörðum að fara í 12 spora samtök. Ég lét stjórnast á kolvetnum og sætindum og réð ekki við neitt.   Var orðin 120 kg. Það tók mig 2 vikur að koma mér á fund og á þeim tíma var ég að reyna að ná stjórn á kolvetnisátinu. Misst reyndar 2 kg sem er gott en það var ekki nóg að trappa niður magnið.  Ég fór á fund og vissi að hér vildi ég vera, mér leið vel og vissi að í þetta sinn mundi ég finna það sem ég var að leita af. Ekki bara matarlega heldur sálarlega. Þegar maturinn er farinn að stjórna lífi manns er ekkert eftir nema svartnætti (fyrir mér). En nú eru liðnir 229 dagar og það eru farinn um 40 kg. Ég hefði ekki trúað að ég gæti látið af stjórn og fundið eitthvað sem virkar fyrir mig. Ég hef fengið ómældan stuðning, kærleik og frið frá manneskjum sem eru tilbúnar að vera til staðar fyrir mig. Ég er sátt við mig og lífið. Og er tilbúin að takast á við heiminn og er ekki hrædd.  knús til ykkar InLove kv Silla                                    

 Ein mynd sem tekin var 2006...þetta er bara fyrir H.D. hún elskar kvennahlaupsboli..heheheúfff

 

 

 

 

 

 

 Hinar myndirnar voru teknar í dag.   

 

skrítin pósaí buxum sem pössuðu á mig í febrúar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Guð minn góður ofur sæta súper skutlan þín þarna...... Veeeeeeerð að fara að hitta þig..... omg omg... Alveg í losti hérna..... Geðveikt.......

Helga Dóra, 16.11.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Fríða Ágústsdóttir

Til hamingju elskan, þú ert best og frábærust

Fríða Ágústsdóttir, 16.11.2008 kl. 19:13

3 identicon

Váá þú ert geggjað flott, þú hefur líka staðið þig svo rosalega vel. Rosa pía hin endurnýjaða systir mín :)
Kossar til þín elskan

Halldóra (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 19:22

4 identicon

takk fyrir að henda inn myndum af þér skvísa.....

byrja nú bara á því að flauta eins og jói gerði ... fjúdfjú bara...!!!!

Þetta er rosalegt allveg shitt hvað þú ert orðin mikil skvísa. Rosa flott hjá þér.

Við erum eiginlega orðlaus hér ;)

vonum bara að þú haldir áfram á sömu braut, þar sem þetta er augljóslega þín braut og þarna líður þér vel....

 fult af kossum og knúsum og fjúdfjúum frá okkur (fjúdfjúin eru frá Jóa;))

Helena Mákona (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 20:25

5 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

magnað !! ég hef bara átt einn kvennahlaupsbol um ævina og hann fékk ég þegar ég var komin í kjörþyngd ... hann er medium :)

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 16.11.2008 kl. 20:59

6 Smámynd: Ella Guðný

Æðisleg pæja :) rosalega flott hjá þér...

Ella Guðný, 16.11.2008 kl. 21:30

7 Smámynd: Sykurmolinn

Dí pæja pæja pæja!  Ég man ekki eftir þér svona frá því í vor, mér finnst þú bara hafa verið grönn! svo það var frábært að sjá myndina.  Mikil hvatning   Knús í krús.

Sykurmolinn, 16.11.2008 kl. 21:35

8 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

jidúddamí hvað þú ert falleg

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 17.11.2008 kl. 15:19

9 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Þú ert alveg yndisleg elskan :o) Til hamingju.

Kristborg Ingibergsdóttir, 17.11.2008 kl. 23:08

10 Smámynd: María

GELLA.

María, 23.11.2008 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband