Jólakósý

Það er ekkert meira kósý en að sitja í stofunni, búinn að skúra og þrífa. Jólaljósin komin í gluggana, jólaskrautið komið upp. Búinn að kveikja á kertum og er að hlusta á dýrlega jólatónlist og það er friður í hjartanu. Getur þetta verið betra?. Ég hlakka til jólana og hlakka til að borða spennandi nýjan mat.

 

Góða nótt englarnir mínir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Yndislegt mín kæra

Kristborg Ingibergsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Helga Dóra

Eru komnir einhverjar jólamatarhugmyndir??? Ég er ekkert búin að spá í þessu... Veit ekki einu sinni hvað ég á að gefa börnunum mínum í jólagjöf eða neitt....

Helga Dóra, 9.12.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Brussan

var að ræða við eina og sósuhugmynd kom upp, ég er með villibráð í matinn, og camenbert sósa ......sveppir og ber ummmm hlakka til og kím með ávöxtum og smá skyri í eftirrétt.......jammmmmmmm  og ís á jóladag....getur ekki verið betra

Brussan, 10.12.2008 kl. 07:05

4 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Uppstúf með hangikjötinu = majones með sætuefni og salti !

það myndi auka enn frekar á jólaskap og frið í hjartanu MÍNU ef þú kæmir og skúraðir hjá mér Silla mín

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 10.12.2008 kl. 09:31

5 identicon

Fer ekki danski jólakertastjakin sem keyptur var í sumar í 30 stiga hita og sól vel í glugganum...... hlakka svo til að sjá fleiri myndir, sérstaklega þar sem ég frétti að þú hafir fjárfest í rosa fínum kjól sem hún tengdamóðir þín dásamaði á alla kanta og ekki síður skvísuna sem í honum var  .....

 væri svo til í að kíkja í smá jóla heimsókn til ykkar, en það verður að bíða betri tíma.

Helena Sif (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:33

6 Smámynd: Marilyn

já sammála elínu - mér finnst majónes með hangikjötinu æðislegt! og fullt af soðnum rófum eða gulrótum - jafnvel smá sinnep, var að uppgötva það.

Graflaxsósa = olía, dijon sinnep, sætuefni, dill, salt+pipar

Marilyn, 10.12.2008 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband