Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
13.5.2008 | 13:00
Í sveitinni
Ég er svo glöð með að vera kominn einn dag í viðbót fráhald. Nú er allt svo gott, var að klára að borða vigtaða og tilkynnta máltíð no. 2 og mér líður bara vel.
Mér leið ekki svona vel í gær. Þegar ég er ekki heima eða á stað þar sem ég er örugg með matinn minn líður mér stundum bölvanlega. Ég var í sauðburði í gær fyrir austan hjá mágkonu minni. Sem er svo sem ekki nýtt en ég hef ekki verið þar áður í fráhaldi. Dætur mágkonu minnar fóru í hrikalegt baksturs stuð og ilmaði allur bærinn af bökunarlykt á þeim kolvetnum sem ég er veikust fyrir.
Ég var við það að fríka út, ef kallinn hefði ekki séð það og komið til mín þá hefði ég fríkað úr, ég meina það. Ég er viss um að ef kallinn hefði ekki verið inn hefði ég fallið, en ég þakka guði fyrir það og varð pirruð yfir að kunna ekki æðruleysisbænina utan af, þetta hefði verið rétti tíminn til að stilla sig af.
ojjjjjjjj hvað ég var tæp. Eftir að hafa talað við kallinn í smá stund og fengið mér kaffi kom yfir mig ró, gat meira segja hjálpað í eldhúsinu og sett kolvetnin á borðið.
Getur verið að ég sé að ögra sjálfri mér , já takk það held ég . dísús hvað ég er klikkuð. Jæja næsti kúnni er mættur og ég verð að hætta.
Takk fyrir að vera í fráhaldi líka, elsku GSA gellur. Takk fyrir mig.
11.5.2008 | 22:44
Góður dagur.
Jæja dagurinn er búinn að vera ágætur, við sváfum út og höfðum það kósý fyrir hádegi, bara spjallað og kúrt saman yfir teiknimyndum. En nennti svo ekki að hangsa meir og fór að taka til og ekki veitti af, einhverveginn þegar maður liggur og reynið að hafa það kósý, öskrar rykið og þvotturinn á mann. Ég afrekaði að taka til í forstofuherbergi sem notað er sem geymsla, ég henti 3 stórum ruslapokum að drasli og dóti sem ég veit ekki af hverju ég var að geyma. Ég gat tekið útiföt og útidót sem karakkarnir henda alltaf inn á gólf og loksins sett það inn í skáp sem var orðin tómur því það var ekki hægt að opna hann vegna draslsins á gólfinu. Ég skil ekki af hverju ég bíð alltaf þangað allt er komið í einn stóran haug og hnút
. Ég væri til í að smitast af tusku og tiltektaræði, á einhver þann vírus að smita mig af?
En rosalega var gott að klára þetta, þá er bara geymslan eftir, omg ég á eftir að fylla stóra kerru af drasli sem fær að fjúka. Ég man ekki lengur hvað er í geymslunni.
Eftir að hafa farið í fráhald hef ég meiri orku í að takast á við verkefnin sem ég hef hundsað hingað til, ég held að orkan sem fór í að finna og innbyrgða vondu kolvetnin sé að reyna að finna sér eitthvað annað að gera, sem betur fer.
Við ætlum að skreppa austur undir Eyjafjöll á morgun til mákonu minar og leyfa krökkunum að taka þátt í sauðburði, það er alltaf gaman og mikið fjör í sveitinni.
Set inn mynd af krílinum sem var tekin áðan. kveðja í bili hafðið það gott, knús og kram Brussan.
11.5.2008 | 22:15
Mæðradagur
Ég vissi ekki fyrr en klukkan 19 í kvöld að það væri mæðradagur. Tengdaforeldrarnir komu í mat og spurðu krakkana hvort að mamma þeirra hafi ekki fengið blóm. Var svo ekkert að hugsa um það, jú hringdi í mömmu og óskaði henni til hamingju með daginn. Svo núna rétt áðan komu krakkanir færandi með tvö kort til mín. Máni er 10 ára og svo skemmtilega lesblindur, hann færði mér mér þetta flotta kort. ( það stendur-til amíkju með mæðradæinn-)
Svo gerði Greta 8 ára kort, eiginlega fyrir þau bæði. Ég varð hálf klökk að fá svona góðar gjafir. Algörir molar sem ég á.
11.5.2008 | 00:14
Dásemdar líf.
Stjörnuspá 11.maí.
Er ekki fyndið hvernig hárið er aldrei eins tvo daga í röð? Og hvernig kettinum er eftir öll þessi ár, skítsama um þig nema þú veifir matarskál? Er ekki lífið dásamlegt?
Það er fyndið að fá svona stjörnuspá, ég var að enda við að henda ketti nágrannans á neðri hæðinni inn til sín eftir að hafa heyrt hann mjálma góða stund, greyið er bara kettlingur og hafði sloppið út.
Og hárið er öðruvísi í dag enn í gær, er búinn að klippa slatta af , ég græt inn í mér af söknuði, en kommon þetta er bara hár.
Og enn einn dagur í fráhaldi, þrátt fyrir púkahugsanir.
Er lífið ekki dásamlegt.
góða nótt vinir og sofið rótt.
6.5.2008 | 23:17
Þreyttur dagur
Dagurinn í dag var eins og allir aðrir þriðjudagar í lífi mínu. Ég var byrjuð að klippa og lita klukkan 8.30 í morgun og hætti klukkan 19.15(er nú oftast til 20-21) en eftir að ég byrjaði á GSA þá hafa matartímar verið að taka meira til sín en áður. Reyndar voru engir matartíma áður, bara borðað út í eitt eða ekki borðað í heilan dag og farið í hömlulaust átkast að kvöldi.
Ég er þakklát fyrir hve ljúft mér gengur að vera í mínu prógrammi. Ég hef fullt af fólki í kringum mig sem er að styðja mig, hvetja mig, stundum finnst mér það óþægilegt og stundum fyllist ég stolti.
Þetta er drullu erfitt marga daga að vakna og undirbúa klukkan 6.30 að morgni 3 máltíðir sem taka þarf með í nesti til að halda út góðum degi. Koma ormunum í skólann. Stundum er ég ekki að nenna þessu en geri það samt og mér líður vel, ekki misskilja það. En þegar t.d. á þriðjudögum, allt kreisí á stofunni síminn hringir endalaust, ekki ósjaldan síminn til mín því ég er að kenna á mánudögum og föstudögum og kúnnarnir halda að ég geti bara gefið þeim tíma, kannski er það satt, maður er svo klikk að troða og bæta við lista sem er fyrirfram fullur og það er oft flókið að halda deginu i réttu flæði, svara síma og reyna að finna smugu til að borða-pissa og anda.
Jæja ég er bara eitthvað þreytt og stúrinn. En mikið var gott að fara á fund og slaka á og hlusta á hina. Þó var ég reyndar eitthvað utan við mig og var að brussast eins og venjulega
ekki meira bull í bili nótt nótt
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.5.2008 kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.5.2008 | 00:41
Raddir í hnakkanum.
Krabbi: Þú heyrir raddir í hnakkanum. Nei, þú ert ekki klikkaður; sterkt innsæi þitt er að kalla á athygli. Taktu þér hljóða stund til að ráða í skilaboðin.
Þetta er stjörnuspá dagsins 6.maí.
Ég er þá ekki klikkuð þegar kolvetnispúkinn er að böggast í mér. Þarf að finna mér stund til að fá hljóð í huganum.
Held ég fari líka á fund hjá þriðjudagsdeildinni. Mér veitir greinilega ekki af.
5.5.2008 | 14:25
Hömlulaus bloggari
Ég hef ekkert gert í dag nema bloggað, farið í búðina, sótt frænkuskottið mitt hana Elínu Rósu, gefið börnunum að borða og nú eru fimleikar um allt hús. Og enn er ég farinn að skrifa. Ég setti inn einhverjar myndir af frænkum og frændum, systkinum og einhverjar hárgreiðslugalamyndir.
Að blogga er alla vega betra en að fara í einhvern blús og kýla sig út af nammi og drasli. Ein kominn í bloggstuð. síjú leiter alígeiter
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.5.2008 | 12:07
Jörð til Mána
Máni minn er að verða 10 ára (2.júni). Hann er frábær patti -góð sál og vill öllum vel- talar endalaust ef hann fær tækifæri til þess. Elskan er með lesblindu og athyglisbrest eða sveimhuga eins og sérfræðingar kalla það. Ég hef verið að spá í hvort forlögin taka í taumana þegar börnun er gefið nafn, því síðan hann var 2 ára höfum við kallað "jörð til Mána " á hann þegar hann dettur inn í sinn sjálhverfa undra-draumaheim .
5.5.2008 | 11:18
Heyrnaleysi
Dóttir mín hún Greta Örk er 7 ára og er í öðrum bekk hefur verið að kvarta yfir því að hún heyri svo ílla. Hún talar um að hún heyri ekki í kennaranum ef hún situr aftast og er eins og biluð plata HAA HAA ég heyri ekki. Þar sem hún er yndisleg dramadrottning var mamman ekki að sýna þessu neinn áhuga. En viti menn ég gafst upp á þessu kvarti og pantaði tíma hjá Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Eins og mig grunaði var ekkert að , konan sagði "að hún gæti heyrt grasið vaxa".
Gretu Örk fannst þetta fáránlegt komment hjá konunni, manneskjur heyra ekki gras vaxa.
skelli svo inn einni mynd af dramadrottningunni
5.5.2008 | 10:47
Fyrsta færslan
Jæja þá er bloggið mitt komið af stað. Ég er búinn að vera á leiðinni að byrja lengi. Ég veit ekki hvað ég verð aktív hér, það verður að koma í ljós seinna. Best er að taka einn dag í einu.
tjá bella