6.5.2008 | 23:17
Þreyttur dagur
Dagurinn í dag var eins og allir aðrir þriðjudagar í lífi mínu. Ég var byrjuð að klippa og lita klukkan 8.30 í morgun og hætti klukkan 19.15(er nú oftast til 20-21) en eftir að ég byrjaði á GSA þá hafa matartímar verið að taka meira til sín en áður. Reyndar voru engir matartíma áður, bara borðað út í eitt eða ekki borðað í heilan dag og farið í hömlulaust átkast að kvöldi.
Ég er þakklát fyrir hve ljúft mér gengur að vera í mínu prógrammi. Ég hef fullt af fólki í kringum mig sem er að styðja mig, hvetja mig, stundum finnst mér það óþægilegt og stundum fyllist ég stolti.
Þetta er drullu erfitt marga daga að vakna og undirbúa klukkan 6.30 að morgni 3 máltíðir sem taka þarf með í nesti til að halda út góðum degi. Koma ormunum í skólann. Stundum er ég ekki að nenna þessu en geri það samt og mér líður vel, ekki misskilja það. En þegar t.d. á þriðjudögum, allt kreisí á stofunni síminn hringir endalaust, ekki ósjaldan síminn til mín því ég er að kenna á mánudögum og föstudögum og kúnnarnir halda að ég geti bara gefið þeim tíma, kannski er það satt, maður er svo klikk að troða og bæta við lista sem er fyrirfram fullur og það er oft flókið að halda deginu i réttu flæði, svara síma og reyna að finna smugu til að borða-pissa og anda.
Jæja ég er bara eitthvað þreytt og stúrinn. En mikið var gott að fara á fund og slaka á og hlusta á hina. Þó var ég reyndar eitthvað utan við mig og var að brussast eins og venjulega
ekki meira bull í bili nótt nótt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 7.5.2008 kl. 19:21 | Facebook
Athugasemdir
Alltaf brjálað að gera hjá þér skvísa, vona að það fari að hægjast um hjá þér
Kristborg Ingibergsdóttir, 7.5.2008 kl. 20:58
Ég er ekkert hissa á því að þú verðir kannski svolítið pirruð á svona dögum. En það er svo frábært að vera í fráhaldi og geta tekið bara æðruleysið á þetta allt saman. Gangi þér vel.
María, 7.5.2008 kl. 22:48
Mér finnst dagarnir misjafnir en ég reyni að taka æðruleysið á það. Svo getur maður (eða alla vega ég) alltaf fundið afsökun fyrir því að taka fyrsta hömlulausa bitann, en engin afsökun er þess virði. Svei mér þá
Gangi þér vel bissí leidí
Sykurmolinn, 7.5.2008 kl. 23:11
Hæ sæta
Haltu áfram að berjast, lærðu að segja nei (nema við mig) við aukaverkefnum og farðu að æfa dekur við sjálfa þig.
Ég er svo stolt af þér ;)
Vaka (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.