Mæðradagur

Ég vissi ekki fyrr en klukkan 19 í kvöld að það væri mæðradagur. Tengdaforeldrarnir komu í mat og spurðu krakkana hvort að mamma þeirra hafi ekki fengið blóm.  Var svo ekkert að hugsa um það, jú hringdi í mömmu og óskaði henni til hamingju með daginn. Svo núna rétt áðan komu krakkanir færandi með tvö kort til mín. Máni er 10 ára og svo skemmtilega lesblindur, hann færði mér mér þetta flotta kort.IMG_0468  ( það stendur-til amíkju með mæðradæinn-)

Svo gerði Greta 8 ára kort, eiginlega fyrir þau bæði. Ég varð hálf klökk að fá svona góðar gjafir. Algörir molar sem ég á.

 IMG_0466


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband