11.5.2008 | 22:44
Góður dagur.
Jæja dagurinn er búinn að vera ágætur, við sváfum út og höfðum það kósý fyrir hádegi, bara spjallað og kúrt saman yfir teiknimyndum. En nennti svo ekki að hangsa meir og fór að taka til og ekki veitti af, einhverveginn þegar maður liggur og reynið að hafa það kósý, öskrar rykið og þvotturinn á mann. Ég afrekaði að taka til í forstofuherbergi sem notað er sem geymsla, ég henti 3 stórum ruslapokum að drasli og dóti sem ég veit ekki af hverju ég var að geyma. Ég gat tekið útiföt og útidót sem karakkarnir henda alltaf inn á gólf og loksins sett það inn í skáp sem var orðin tómur því það var ekki hægt að opna hann vegna draslsins á gólfinu. Ég skil ekki af hverju ég bíð alltaf þangað allt er komið í einn stóran haug og hnút
. Ég væri til í að smitast af tusku og tiltektaræði, á einhver þann vírus að smita mig af?
En rosalega var gott að klára þetta, þá er bara geymslan eftir, omg ég á eftir að fylla stóra kerru af drasli sem fær að fjúka. Ég man ekki lengur hvað er í geymslunni.
Eftir að hafa farið í fráhald hef ég meiri orku í að takast á við verkefnin sem ég hef hundsað hingað til, ég held að orkan sem fór í að finna og innbyrgða vondu kolvetnin sé að reyna að finna sér eitthvað annað að gera, sem betur fer.
Við ætlum að skreppa austur undir Eyjafjöll á morgun til mákonu minar og leyfa krökkunum að taka þátt í sauðburði, það er alltaf gaman og mikið fjör í sveitinni.
Set inn mynd af krílinum sem var tekin áðan. kveðja í bili hafðið það gott, knús og kram Brussan.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Heyrðu ef þú finnur einhvern sem getur smitað þig af tusku og tiltektaræðinu og hendageninu, viltu þá senda hann til mín líka. Er að bilast á því hvað ég er slök í að gera þetta allt saman. Góða skemmtun á morgun.
María, 11.5.2008 kl. 22:55
Ég er góð í að henda en ekki jafn góð á tuskunni.... Ég hef því miður ekki fundið fyrir einhverri brjálaðri framtakssemi í fráhaldinu en væri alveg innilega til í svoleiðis.
Góða skemmtun í sveitinni á morgun
Sykurmolinn, 11.5.2008 kl. 23:25
Ég hefði getað smitað þig fyrir nokkrum árum..... var með algjört tuskuæði
en ég segi alltaf að ég hafi þroskast upp úr því
Kristborg Ingibergsdóttir, 12.5.2008 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.