ojjjjjj ég er lasinn, með kvef og pest.

Ég er ekki að nenna þessu, ég man ekki hvenær ég var svona lasinn síðast. Það lekur úr augunum, nefinu og er með mega hósta, hausverk og svima.OHHHHHHH..... ég held að það séu nokkur ár síðan ég var veik.

Mér finnst verst að finna ekkert bragð og enga lyst á mat en borða hann samt. Ég hef vigtað og mælt 2 máltíðir sem ég hef tilkynnt og tek þessu með ró. Ljósi punkturinn er að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af öðrum mat því ég finn ekkert bragð (stundum er ég mega Pollýanna).

Ég var í skólanum af dæma próf í allan morgun og vona að ég hafi ekki smitað neinn. En það gekk öllum vel í morgun, allir náðu prófinu og ég er voða stolt af nemendum mínum. Ég vona að ég geti farið á morgun, þá er síðasta prófið í deildinni og ég þarf að dæma gala-próf með Eyva og Eddu minni, ég hlakka til að hitta hana, hef þekkt hana alla mína ævi og finnst hún frábær karakter. 

Jæja bæ í bili mér er íllt í augunum að horfa á skjáinn lengi 

knús og kram 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María

Batakveðjur frá mér

María, 14.5.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Sykurmolinn

Sendi þér batastrauma.  Farðu vel með þig.

Sykurmolinn, 14.5.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Batakveðjur dúllan mín

Kristborg Ingibergsdóttir, 15.5.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband