Dagur 54

Að vera heima og gera ekki neitt er frekar furðulegt, ekki það að ég get ekkert gert heldur er það skrítið að gera ekki neitt.Shocking

Svali er duglegur að stjana við mig og er að elda fyrir mig en treystir sér ekki til að vigta..það er líka í lagi því ég treysti bara mér í augnablikinu til að vigta minn mat.

Ég hef verið að minnka að taka verkjalyfin því þau fara eitthvað í mig en í staðin svimar mig aðeins ef ég reyni eitthvað á mig. En þetta er allt að koma sem betur fer, er ekki vön að leika sjúkling, kann það ekki.Whistling

Það er einhver padda að flögra um hausinn á mér og er að biðja um bólstað en alltaf slæ ég hana í burtu, hana langar í eitthvað sætt og óhollt og biður mig um að kíkja í skápana og finna eitthvað sem er ætt að hennar mati. Mér finnst ég vera sigurvegari í hvert sinn sem 3 tilkynntar-vigtaðar mældar- máltíðir eru búnar því þá hef ég sigrað daginn-þennan dag sem ég tek einn í einu.

Fráhald er það mikilvægast í lífi mínu í dag. InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Silla mín við bara stígum á svona pöddur :o) Farðu vel með þig dúllan mín.

Kristborg Ingibergsdóttir, 25.5.2008 kl. 22:42

2 Smámynd: Marilyn

Veikindi eru svo mikill sjálfsvorkunnartími og okkur finnst við "Þurfa" eitthvað til að komast í gegnum þau. Man þegar ég varð fyrst "slöpp" í fráhaldi og var að bilast að geta ekki fengið mér hálsmola og þess háttar því ég stöffaði big time með svoleiðis þegar ég var veik (fyrir utan allt hitt dótið). Mér finnst ég samt núna vera minna veik þegar ég verð veik því partur af vanlíðaninni var ofát á sælgæti og maður var svona sveittur og dasaður af áti ofan í öll veikindin.

Gangi þér vel að jafna þig eftir aðgerðina, það er ekkert kolvetni sem getur hraðað batanum eða látið þér líða betur, alveg sama hvað paddan segir.

Marilyn, 25.5.2008 kl. 23:18

3 Smámynd: Hafrún Kr.

Er þetta ekki líka vaninn?

ég meina ef konur byrja á túr þá er súkkulaði eða ef maður er veikur þá er nammi og gos.

Ég skrifa þetta á vanann. 

Hafrún Kr., 26.5.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband