8.6.2008 | 23:02
Sæluhelgin á Úlfljótsvatni.......
Nú er maður lentur. Það var frábært að fara og hitta hressar GSA stelpur um helgina. Ég var bæði spennt og smá kvíðin því ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara útí. Það sem mætti mér allan tíman var hlýja -vinátta -skilningur og gleði gleði gleði. Það var allt sem small saman og tala ekki um dýrlegan mat.....GV á risastórt hrós í mínu hjarta, sýndi mér að það er hægt að gera gúrme mat í GSA fráhaldi....slef slef slef..og HD takk fyrir að setja morgunpönnslu og hveitikím í nýja vídd.
Öll sú hugarleikfimi sem fór fram og allar umræður fyrir utan skipulagða dagskrá var rosalega ögrandi og nærandi fyrir sálina. Ég hefði ekki viljað sleppa þessari helgi fyrir nokkuð annað, að hitta hressar og skemmtilega stelpur með frábæran húmor var frábært og öll sú gleði og fúsleiki sem var í hámarki alla helgin....ég svíf um á bleiku skýi og mun gera það vonandi í einhver tíma......
ástarþakkir fyrir mig, nótt nótt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Takk æðislega fyrir helgina hún var frábær.
Tökum aðra svona í haust.
Hafrún Kr., 8.6.2008 kl. 23:10
Takk fyrir helgina.... Svo er bara að plana útilegu með köllum og grísum.... Grill og stofna saumó og hittast sem oftast............... Það er sooooo gaman að vera saman og hlæja í kór........... Þurfum að spila meira leikinn... Ég hef.......
Helga Dóra, 8.6.2008 kl. 23:45
Takk kærlega fyrir helgina. Þetta var bara yndislegt. Þú ert æði gæði
María, 9.6.2008 kl. 22:46
Takk sömuleiðis fyrir helgina. Já fjölskylduútilega er næst á dagskrá fyrir þá sem vilja. Get ekki hugsað mér betri útilegufélaga en GSA-gellur!
Marilyn, 10.6.2008 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.