Þreyta.......zzzzzz......andlaus

Ég er mjög þreytt núna...ég var að vinna frá 9-22... allt of langur dagur, ég var allan tímann á milljón og var með 15 kúnna ......4 bara í klippingu 11 í lit og klipp....

Ég ætlaði að skrifa eitthvað voða skemmtilegt en er frekar andlaus og freðin. Var að glugga í ljóðabók sem Svali kom með heim um daginn...skáldið heitir Þór Stefánsson og er pabbi eins úr vinnunni hjá honum.  Í stað þess að vera skemmtileg langar mig að vera menningarleg og setja hér inn nokkur ljóð, öll ljóðin eru mjög stutt oft reyndar mjög spes...en hér eru nokkur,

Mér getur skjátlast.

Dagarnir bregðast ekki,

einn eftir annan.

Smile

Móðir mín sagði:

Þú getur þetta ekki.

Ég trúi því enn.

Wink

Móðir þín sagði:

Þú getur allt sem þú vilt.

Veistu hvað þú vilt? 

Blush

Orð þín sögð til að særa.

Gerðirnar meiða.

Það er í sjálfsvörn!

Woundering

Ef óskir okkar rætast,

hvað tekur þá við?

Errm

Enn einn dagur birtist.

Bráðum er hann liðinn.

Og svo kemur annar. 

góða nótt kæru vinir og hafið það sem allra best. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

MMmmmm fótabað....

Við verðum að passa okkur á að ofkeyra okkur ekki... Ég er allavegana gjörn á það og það er ekki gott.... Þá erum við að taka of mikið útúr batabankanum okkar......

Ég ætla að hunskast inn í rúm og leggja í minn batabanka með bæn, hugleiðslu og yfirferð yfir það sem ég er búin að gera í dag.....

Góða nótt........

Þyrftum að fara í Grasagarðinn eða eitthvað með grísina okkar einhvern frídaginn þinn... Er laus eiginlega alltaf eftir hádegi....... 

Helga Dóra, 11.6.2008 kl. 00:16

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Farðu vel með þig elskan. Fín ljóðin :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 12.6.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband