20.6.2008 | 22:01
Nennan er kominn ........jibbíííííí
Ég er búinn að skammast mín fyrir hvað ég hef verið löt undanfarna daga, ég hef ekki nennt að blogga, bara kommentað aðeins. Ég hef ekki nennt að taka til, tala við fólk eða í raun gert nokkurn skapaðan hlut.
En í dag kom einhver andi yfir mig..kannski af því að ég fór á fimmtudagsfund í fyrsta skipti og þegar ég var búinn á fundnum og var kominn að bílnum leit ég yfir tjörnina og fékk svona móment tilfinningu Þegar ég var nemi vann ég á stofu í Garðastrætinu og sat oft við tjörnina í hádeginu író og næði.
Þetta var svo svipað, svo mikil ró yfir öllu og ilmurinn eftir rigninguna var svo ljúfur.( væmin, ég veit)
Svo var dagurinn í vinnunni ljúfur, engar troðslur og ekkert bögg, heldur afpöntun á síðasta kúnnanum og var ég búinn um kl:15 og fór og náði í krakkana, gaf þeim ís og fór heim. Ég ætlaði að fara að taka til en var að reyna að byrja og vissi ekki hvar best væri að byrja. Síðan var bankað og kæru Villi og Agnes B. voru komin í heimsókn með Berg og Helgu og var æði að sjá þau, við sátum úti og drukkum kaffi í sólinni.
Kannski af því að þau voru svo orkumikil og indæl eða að ég skammaðist mín fyrir útganginn á heimilinu kom nennan yfir mig og ég fór að þrífa, tók stofuna í gegn og þreif veggina líka,( í alvöru).
Svo er að halda áfram á morgun og klára restina af húsinu.
Matarlega séð er ég búinn að vera í einhverjum blús, langar í svo margt og mikið og fór einhvernveginn að hugsa um hvernig verður sumarifríið, mun ég falla og hvað með jólin held ég þau út... en galdurinn er að fara á fundi og tala við aðrar gsa gellur og hugsa einn dag í einu. Ég er farinn að átta mig á því að ef ég hugsa of mikið um þetta allt, og reyni að plana of langt fer allt í fokk og rugl. Sponsan mín er ótrúleg þolinmóð og hef ég verið að hringja í hana og breyta mat og spyrja spurninga sem nánast eru komnar í þráhyggju vesen.
En svona er lífið upp og niður.
Vona að þið eigið gott kvöld og góða helgi knús og kossar S
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Góða helgi og þú mátt alveg senda smá nennu hingað í Árbæinn...og of mikil sól veldur nebblega nennuleysi ...... það er alveg morgunljóst !
Sunna Dóra Möller, 20.6.2008 kl. 22:53
Maður á bara að vera úti í sólinni :o) Taka til í rigningu. Gangi þér vel elskan.
Kristborg Ingibergsdóttir, 20.6.2008 kl. 23:14
Nennra fara að blogga meira Heyrðu ég er að spá í að fá eitthvað af svona nennu kasti, vantar það rosalega mikið..... Er ekki að nenna að taka til áður en systkyni mín birtast hingað annað kvöld....
Helga Dóra, 25.6.2008 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.