4.10.2008 | 08:09
Uffffff $$$$$$
Það sem þú hefur í hyggju mun gerast að lokum, svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur. Þegar réttur tími kemur smellur allt saman jafn auðveldlega og að snúa lykli.
Þetta er stjörnuspá dagsins.
Ég vona að þetta sé satt því að ég er að fara í brjálaðar framkvæmdir hér heima og miða við efnahagsástandið veitir manni ekki af smá jákvæðni.
Vorum að panta glugga, hur og bílskúrshurð á bílskúrinn sem er nýkominn með bárujárnið á þakið og á miðvikudaginn kemur pípari til að laga alla ofna og ofnalagnir, $$$$$$$$$ úff hvað er maður að pæla. En þetta þarf að gera, ég bý í húsi sem var byggt 1955 og það er kominn tími á viðhald.
Knús til ykkar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.