26.6.2008 | 22:51
Sól úti, sól inni, sól í sinni :)
Það er búið að vera ljúft að eiða tíma með ormunum sínum og leyfa þeim að leika sér við vini sína án þess að vera á þönum alla daga. Máni er á siglingarnámskeiði frá 9-12 og Greta Örk var að klára fimleikanámskeið. Og nú eru þau að njóta þess að vera heima með mér. Og ég nýt þess í botn að vera með englunum mínum.
Ég er mjög sátt við lífið núna og er að fá svo mikið komment á hvernig ég lít út, fólk er agndofa...ég skil það ekki alveg, ég er ekki orðin vön útliti mínu, finnst ég vera enn sú sama, nema hvað ég er svo sátt inní mér og er farinn að vera glöð í hjartanu, farinn að taka lífið léttari höndum. Kannski er það sólin sem skín sem hefur þessi áhrif, eða það að vinna í sjálfri mér sé að borga sig.
En nú býð ég góða nótt og bið æðri kallinn um fleiri góða og ljúfa daga.
20.6.2008 | 22:01
Nennan er kominn ........jibbíííííí
14.6.2008 | 08:25
Útskrift
Í dag er útskrift hjá mér...ég er loksins að útskrifast úr Kennaraháskólanum með kennsluréttindi í Hársnyrtingu......ég á að mæta klukkan 10.30 í Laugardagshöllina jibbí sitja í tvo tíma og hlusta á ræður og nafnakall....ég held samt að það verði rosa gaman að hitta alla sem voru með mér í skólanum aftur.....
Ég er með litla veislu/partý...og ætlum við hjónaleysin að fagna því að verða orðin 70 ára samtals, útskriftina mína og 11 ára afmæli okkar og að við byrjuðum saman 14.júni 1997 omg...bara gaman gaman ...
en nú er best að fara að vekja gríslingana og koma þeim í sturtu og föt..2 tímar í stuðið ...... tjá bella
13.6.2008 | 09:50
Rósroði....með roð í kinnum
Jæja þá er langþráði tíminn hjá húðsjúkdómalækninum liðin og ég er kominn á lyf........ég er með rósroða.
Lyfið heitir Doxýtab og er sýklalyf notað við rósroða, gelgjubólum og clamydiu......humm. Þá vitið þið það.hehehe
Að vera á þessu lyfi þýðir að ég brenn ef ég er í sól, þarf því að kaupa sólarvörn númer 50 og vera hvít í sumar .....grátgrát...en það eru til ráð við því . Eitthvað sem heitir brunkuklefi .......ég er farinn í einn slíkan , á tíma klukkan 10:10 bless í bili.
Silla brúna.........nott........
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.6.2008 | 23:02
Þreyta.......zzzzzz......andlaus
Ég er mjög þreytt núna...ég var að vinna frá 9-22... allt of langur dagur, ég var allan tímann á milljón og var með 15 kúnna ......4 bara í klippingu 11 í lit og klipp....
Ég ætlaði að skrifa eitthvað voða skemmtilegt en er frekar andlaus og freðin. Var að glugga í ljóðabók sem Svali kom með heim um daginn...skáldið heitir Þór Stefánsson og er pabbi eins úr vinnunni hjá honum. Í stað þess að vera skemmtileg langar mig að vera menningarleg og setja hér inn nokkur ljóð, öll ljóðin eru mjög stutt oft reyndar mjög spes...en hér eru nokkur,
Mér getur skjátlast.
Dagarnir bregðast ekki,
einn eftir annan.
Móðir mín sagði:
Þú getur þetta ekki.
Ég trúi því enn.
Móðir þín sagði:
Þú getur allt sem þú vilt.
Veistu hvað þú vilt?
Orð þín sögð til að særa.
Gerðirnar meiða.
Það er í sjálfsvörn!
Ef óskir okkar rætast,
hvað tekur þá við?
Enn einn dagur birtist.
Bráðum er hann liðinn.
Og svo kemur annar.
góða nótt kæru vinir og hafið það sem allra best.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.6.2008 | 14:52
stjörnuspá
Krabbi: Byrjarðu nú að hugsa eina ferðina enn! Andlega viturt fólk á til að segja að þú hafir óteljandi gjafir að gefa með höfðinu. Trúðu því og treystu.
9.6.2008 | 13:47
Arrrrggggggggg........
Hvað eru lyklarnir??? svo ég get hleypt konum á fund í kvöld...........ég er í panik að leita að lyklum.......brussa í hnotskurn í taugaveiklun að leita....ég hlít að finna þá.......
shitogpanik
8.6.2008 | 23:02
Sæluhelgin á Úlfljótsvatni.......
Nú er maður lentur. Það var frábært að fara og hitta hressar GSA stelpur um helgina. Ég var bæði spennt og smá kvíðin því ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara útí. Það sem mætti mér allan tíman var hlýja -vinátta -skilningur og gleði gleði gleði. Það var allt sem small saman og tala ekki um dýrlegan mat.....GV á risastórt hrós í mínu hjarta, sýndi mér að það er hægt að gera gúrme mat í GSA fráhaldi....slef slef slef..og HD takk fyrir að setja morgunpönnslu og hveitikím í nýja vídd.
Öll sú hugarleikfimi sem fór fram og allar umræður fyrir utan skipulagða dagskrá var rosalega ögrandi og nærandi fyrir sálina. Ég hefði ekki viljað sleppa þessari helgi fyrir nokkuð annað, að hitta hressar og skemmtilega stelpur með frábæran húmor var frábært og öll sú gleði og fúsleiki sem var í hámarki alla helgin....ég svíf um á bleiku skýi og mun gera það vonandi í einhver tíma......
ástarþakkir fyrir mig, nótt nótt
6.6.2008 | 00:07
Já, koma svo meðvirkni........
1.ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ?
Ömmu Sillu föðurömmu, hún heitir Sgurlaug Magnea Jónsdóttir.
2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ?
á þriðjudaginn, Máni var að kveðja kennarann sinn,
3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ?
Nei, ekkert sérlega
4. HVAÐA KJÖT FINNST ÞÉR BEST?
Lamb, kjúlli, lundi og villikjöt
5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG?
já, stelpu 8 ára og strák 10 ára
6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN?
eit það ekki , jú ég held það
7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ?
Jamm
8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ?
nei, allt of mikil gunga til þess
9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?
hindberjaboost
10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ?
Nei.
11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ?
já svona yfirleitt
12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR?
veit ekki núna, hef ekki borðað ís lengi
13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS?
fas og síðan hárið.....dööööööööööööö
4. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ?
ekki hrifin af hvorugum sem varalit, nota helst bara gloss
15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG?
hvað það er erfitt fyrir mig að segja nei....
16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ?
Gústa afa
17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ?
alveg sama
18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ?
í dökkgráum buxum og svörtum sokkum
19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR?
Lundi,hveitikím, tómatur og gúrka
20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ?
hljóðið í sjónvarpinu
21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ?
allt er vænt sem vel er Grænt.
22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ?
vanilla og lyktin af rakspíranum á kallinum
23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ?
Kiddý frænku
24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ?
tók þær af blogginu hennar Helgu Dóru.... já mér líkar vel við hana
25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ?
frjálsar, fimleikar
26. ÞINN HÁRALITUR ?
6-7 humm hárgreiðslumál.....ljós skollituð= kæfulitur
27. AUGNLITUR ÞINN?
Blá-grá
28. NOTARÐU LINSUR ?
nei og ekki gleraugu heldur
29. UPPÁHALDSMATUR ?
góð villibráð og kalkúnn
30. HVORT LÍKAR ÞÉR BETUR, HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR?
Happý ending
31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ?
man ekki ...27 dresses held ég ......!!
32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ?
hvað er deit??
33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ?
á eftir að finna út úr því
34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ?
????
35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ?
Bobba
36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ?
var að klára þúsund bjartar sólir
37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ?
kreisi froskur
38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ?
Hló yfir Opru, Jimm Carry og gaurinn í office voru eitthvað að bulla
39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ?
Bítlarnir
40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ?
híhí kýpur eins og HD
41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ?
hrikalega jákvæð og viljug (meðvirk)
42. HVAR FÆDDISTU ?
í Reykjavík
43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ?
frá öllum .......auðvitað
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.6.2008 | 12:03
Hann á afmæli í dag.......
Hann Máni minn er 10 ára í dag. Mér finnst það stór tala og er ekki að ná því að það séu 10 ár síðan hann kom í heiminn. Hann er fæddur í Danmörk og ekki er hægt að gleyma þeim tíma.
Hann er kátur strákur og er kallaður af okkur hérna heima, Mánastrákur.
Elsku Máni til hamingju með 10 ára afmælið milljón knús og kossar.....