Lególand

DSC00095Langar að setja hér inn mynd úr Lególandi síðan í júlí . Ásgeir Andri frændi og molarnir mínir skemmtu sér frábærlega.

Bliss...:)

Krakkarnir koma heim í dag úr sveitinni....hlakka óendanlega til að knúsa þau.InLove sakna þeirra hrikalega.

Ég er mjög sátt við mig og mína....mér finnst svo mikil gleði og vakning í kringum mig að það er yndislegt.....rosalega er gaman að upplifa þessa tilfinningu.  Það er gott að eiga móðir sem styður mann og er ekki að spara góðu orðin og fyllist af eldmóð með mér og vill sjálfri sér betri hluti og líf með mér.....fráhald er best í heimi þessa dagana.

 

 


Í fréttum er þetta helst.......

ég hef verið eitthvað andlaus síðustu daga og ekki nennt að blogga...en hér er allt gott að frétta.

Greta Örk er búinn að vera viku á námskeiði hjá Björk í fimleikum og á aðra viku eftir..ég skil ekki orkuna í henni stundum, 3ja tíma æfing á dag + 3ja tíma leikjanámskeið, hún er á milljón þegar hún kemur heim, hún er að vakna klukkan 7.30 og er að sofna um 23...þetta er ekki eðlilegt?????

Máni er alltaf sami ljúflingurinn eða unglingurinn, ég er farinn að hringja í hann þegar ég er að vinna því hann á það til að sofna um 2 leytið á daginn..omg..hann er að þvælast með vinum sínum á daginn og pæla i legó á youtube, svo var hann svo heppin að föðurafi og amma buðu honum að fara í gærmorgun að veiða í Kolbeinsstaðarhreppnum og endaði hann á að á að gista þar..ekkert smá glaður.

Ég er sátt við guð og menn og er að gera mína hluti. Ég tek einn dag í einu og er að reyna að finna mína innri ró. Það er ekki alltaf að takast og stundum læt ég litla hluti fara með mig og verð alveg pirrandi týpa þá .....ég fæ augnráðAngry frá kallinum þá og fatta hvað ég er að gera.....það gerist helst þegar ég er að bjóða gestum heim....allt þarf að vera fullkomið og strokið og ég ætlast til of mikils af mér og mínumBlush....en svona er maður bara og erfitt að hemja sig stundum...annars er ég ekki stresstýpa né með einhvern æsing yfirhöfuð...það er bara eitthvað sem snappar í hausnum á mér. Ætli ég sé ekki að leytast við að þóknast öllum Pinch...sem bæðevei er ekki hægt...ænó. Frændi minn er að koma í mat með börnin sín í kvöld og lofa að vera stillt.......Wink

en ég ætla að fara að vinna aðeins á eftir og kannski að skreppa í bæinn og skoða mannlífið á gleðidegi þeirra hinsegins...

bless í bili InLove

 


Greta Örk afmælisstelpa :)

Greta Örk mín á  8 ára afmæli í dag......Omg hvað maður er orðinn gamall sjálfur.....en hún er kát og orkumukil stelpa sem kallar ekki allt ömmu sína.Greta Örk
 


Horsens City

Hæ loksins smá línur frá mér. Það er rosa gaman í Danmörku. Við erum búinn að fara í Legoland, ströndina, sólbrunnum slatta heheBlush ég sem var búin að kvara yfir rigningarspá, og um leið og sólin kom fórum við að kvarta yfir hita og bruna...æ mig auman ég er brunnin á bakinu og Svali er brunnin á maga og fótum, en samt fórum við í  Djurssommerland,  í 27 stiga hita. Svo var líka farið í Kattergat senter, þar sem hákarlar og skrítnir fiskar búa. 

nú er verið að slappa af og á að fara og skoða markaði um helgina, gaman gaman og ekki skemmir veðrið fyrir sól og sæla, endalaus bræla.  Verð að muna að kaupa meiri sólarvörn, fyrir bleika fólkið.

Bið að heilsa í bili, ég er ekki alltaf í netsambandi og fer inn þegar ég get.

Knús og koss Heart til allra heima á meðan ..........kveðja bleika fólkið í Baunalandi InLove

Það er eiithvað bras að setja inn myndir reyni aftur seinna......knús  

 


Hvernig er veðrið. sól og sumar?? nei, !! rigning hjá mér en þér ??

Er á leið til Danmerkur á morgun, allir að kafna úr spenningi og gleði. Dóttirinn var samt ekki hress þegar hún sá veðurspá fyrir vikuna í baunalandi..set inn link hér ef forvitnir vilja skoða og hlakka yfir óförum ferðalanganna. Spáin fyrir helgina hérna heima er frábær, bara sól og sæla. en það þýðir ekkert að væla, það verður samt gaman í mínu bekk.

 

 


Einu sinni var.........

Jæja ég fór á myndavef foreldra minna og fann eina mynd af mér síðan sumar 2007...svona til að minna mig á hvernig ég var.....og vil ekki verða aftur..silla-sumar 07

7.júlí

Ég hef verið löt að fara í tölvuna, hef verið að þvælast með tengdó og englunum í góðum gír og hef ég ekki frá miklu að segja annað en að  ég á afmæli í dag......Blush omg.....  ég er orðin 35 ára..... finnst ég reyndar ekki eldri en 25 en svona er maður veruleikafirtur.....hehe.....Ég er í fríi í dag og ælta að gera eitthvað skemmtilegt með englunum mínum, er búinn að lofa að fara með þau í bíó.......LoL.

annar eru dagarnir ljúfir, hér er allt svo afslappað, ef eitthvað er þá er þetta búið að vera frábært sumar. Í fyrrasumar var ég í kennó og allt gekk út á að skrifa ritgerðir og skila verkefnum, mikið er ég glöð að þeim kafla í lífi mínu er lokið( alla vega í bili). 

Jæja ég er eitthvað andlaus og freðin, og kveð í bili.

 

p.s. Til hamingju með afmælið Maria og Steini ( maðurinn hennar Siggu vinkonu) sem sagt besta fólkið á afmæli í dag......Halo


gæluverkefni....?????

 Sá þessa stjörnuspá á mbl og mér finnst alltaf fyndið að lesa stjörnuspá sem mér finnst passa við mig...ég tel að GSA sé mitt gæluverkefni sem komið sé á fínt flug.....á annars vigtunardag í dag og var mjög glöð í morgun......sá tölu sem ég hef ekki séð í 11 ár.LoL..omg...nú er að halda áfram og líður á að ég fari að drulla mér í sporin.....og halda áfram minni andlegri vinnu.

 

En hér er spáin 

Krabbi: Að segja að þú sért fylginn þér eru engar ýkjur. Gæluverkefni keyrir þig áfram. Nóttin gæti híft þig í hæstu hæðir á meðan aðrir sofa. Þú ert kominn á flug.

 

 


Mamma og pabbi

Mamma og pabbi eiga brúðkaupsafmæli í dag. Þau hafa verið gift í 38 ár og eru enn eins og ástfangnir unglingar, þau eru yndisleg í alla staði og eru frábærir vinir. Elsku mamma og pabbi ég  elska ykkur óendanlega, til hamingju með daginn.

IMG_5207  Hér eru þau með barnabörnunum sínu um jólin 2007.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband