5.5.2008 | 11:18
Heyrnaleysi
Dóttir mín hún Greta Örk er 7 ára og er í öðrum bekk hefur verið að kvarta yfir því að hún heyri svo ílla. Hún talar um að hún heyri ekki í kennaranum ef hún situr aftast og er eins og biluð plata HAA HAA ég heyri ekki. Þar sem hún er yndisleg dramadrottning var mamman ekki að sýna þessu neinn áhuga. En viti menn ég gafst upp á þessu kvarti og pantaði tíma hjá Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Eins og mig grunaði var ekkert að , konan sagði "að hún gæti heyrt grasið vaxa".
Gretu Örk fannst þetta fáránlegt komment hjá konunni, manneskjur heyra ekki gras vaxa.
skelli svo inn einni mynd af dramadrottningunni
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Silla trilla, velkomin á bloggiðððððððððð,,,,, júhú,,, hvað við erum orðnar margar hér...... Gaman gaman gaman.......
aðeins að missa mig í gleðinni.......
Helga Dóra, 5.5.2008 kl. 11:43
Takk fyrir það, Það er svo gaman að lesa ykkar blogg að ég varð abbó og vildi líka. Já hér er gleði gleði gleði.....
Brussan, 5.5.2008 kl. 11:48
Gaman að fá þig á bloggið líka, hlakka til að kynnast þér betur.
María, 5.5.2008 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.