23.5.2008 | 20:11
Hvað syngur í minni?
Þetta er setning sem ég og systir mín notum á hvor aðra þegar við hringjumst á, ég er reyndar farinn að nota hana á fleiri, það er eitthvað vinalegt við hana. Datt þetta í hug því ég var að tala við sys.
Ég er kominn heim og gekk allt samkvæmt plani. ég þurfti reyndar að bíða lengi eftir að komast í aðgerð og það eina sem ég spáði í næ ég að borða tvær máltíðar dagsins sem eftir eru og get ég horft á Eurovision.
Ég náði því sem betur fer, en það munaði ekki miklu, ....takk HD fyrir að vera við símann..það lagaði mikið.
Ég fór með mat og fékk að geyma hann í ískáp frammi á gangi, hjúkkurnar nota ískápinn líka og ég var pínu stressuð á að einhver mundi taka matinn minn, heyrði komment " var nýliðinn að koma með mat í skápinn"......"rosalega er mikið í ísskápnum".....og fleira í þessum dúr, rauk fram til að tilkynna að ég ætti matinn. Var svo spurð um af hverju og hvernig þessi "kúr" væri, svarði að þetta væri lífsstíll og útskýrði lítillega, þeim fannst þetta vera einhver fyrirhöfn hjá mér en mér var sama þetta er mit líf og minn líkami og mín sál.
Mér gengur ágætlega að gera mitt vigta og mæla en maginn er eitthvað stressaður, held að það séu verkjalyfin er ekki vön að taka verkjalyf og maginn er greinilega að vinna á því. Ég kom heim í hádeginu og er búinn að sofa meira og minn, skil ekki hvaða ofurorku EE hafði eftir aðgerð og fór beint í að passa. ég var alveg búinn.
Heima er ég trítuð sem prisessa og kallinn sjussar á mig og segir mér að vera bara róleg og slaka á , það er reinda eitthvað sem ég á stundum erfitt með, er svo óþolinmóð að bíða eftir hlutum, nú er familían að borða pizzu (heimagerða) og maturinn minn er í vinnslu.
Takk fyrir að vera til og vera með mér í fráhaldi ....þetta tókst......mottó dagsins
knús og kram
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Athugasemdir
Gott að heyra að allt gekk vel og að þér líður vel :)
Takk fyrir að vera í fráhaldi :)
Gangi þér vel ...
Ella Guðný, 23.5.2008 kl. 23:22
Frábært að það gekk vel..... Það er gott að eiga góða að sem stjana við mann þegar maður þarf á því að halda..... Takk líka fyrir kassana.... Leið eins og ég væri með forboðið gull eða fullan vasa af ólöglegum efnu.... SSHHiiiiiii,,,, verðum að fara í það að flytja þetta drasl inn sjálfar til að lenda ekki í klípu með þetta....
Góðan bata krullumeistari............
Helga Dóra, 23.5.2008 kl. 23:58
takk fyrir .......hefjum innflutning
hehehe en ekki ólöglegan
Brussan, 24.5.2008 kl. 00:47
Gott að allt gekk vel elskan, ég er svoooo stolt af þér. Gott að eiga góða að. Þú átt það skilið að það sé stjanað við þig dúlla :o)
Kristborg Ingibergsdóttir, 24.5.2008 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.