25.7.2008 | 19:57
Horsens City
Hæ loksins smá línur frá mér. Það er rosa gaman í Danmörku. Við erum búinn að fara í Legoland, ströndina, sólbrunnum slatta hehe ég sem var búin að kvara yfir rigningarspá, og um leið og sólin kom fórum við að kvarta yfir hita og bruna...æ mig auman ég er brunnin á bakinu og Svali er brunnin á maga og fótum, en samt fórum við í Djurssommerland, í 27 stiga hita. Svo var líka farið í Kattergat senter, þar sem hákarlar og skrítnir fiskar búa.
nú er verið að slappa af og á að fara og skoða markaði um helgina, gaman gaman og ekki skemmir veðrið fyrir sól og sæla, endalaus bræla. Verð að muna að kaupa meiri sólarvörn, fyrir bleika fólkið.
Bið að heilsa í bili, ég er ekki alltaf í netsambandi og fer inn þegar ég get.
Knús og koss til allra heima á meðan ..........kveðja bleika fólkið í Baunalandi
Það er eiithvað bras að setja inn myndir reyni aftur seinna......knús
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gaman að heyra frá þér elskan, heyri á öllu að þið skemmtið ykku vel, haldið því bara áfram elskurnar. Hér var heitasti dagur sumarsins í dag hitinn fór í 25 stig í Reykjavík. Hlakka til að hitta þig elskan. Kv, Bobba brúna
Kristborg Ingibergsdóttir, 25.7.2008 kl. 20:43
Gaman að fá fréttir. Skemmtið ykkur áfram vel, hlakka til að hitta þig þegar þú kemur heim.....
Helga Dóra, 25.7.2008 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.