7.7.2008 | 08:46
7.júlí
Ég hef verið löt að fara í tölvuna, hef verið að þvælast með tengdó og englunum í góðum gír og hef ég ekki frá miklu að segja annað en að ég á afmæli í dag...... omg..... ég er orðin 35 ára..... finnst ég reyndar ekki eldri en 25 en svona er maður veruleikafirtur.....hehe.....Ég er í fríi í dag og ælta að gera eitthvað skemmtilegt með englunum mínum, er búinn að lofa að fara með þau í bíó........
annar eru dagarnir ljúfir, hér er allt svo afslappað, ef eitthvað er þá er þetta búið að vera frábært sumar. Í fyrrasumar var ég í kennó og allt gekk út á að skrifa ritgerðir og skila verkefnum, mikið er ég glöð að þeim kafla í lífi mínu er lokið( alla vega í bili).
Jæja ég er eitthvað andlaus og freðin, og kveð í bili.
p.s. Til hamingju með afmælið Maria og Steini ( maðurinn hennar Siggu vinkonu) sem sagt besta fólkið á afmæli í dag......
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:26 | Facebook
Athugasemdir
Til lukku með daginn sömuleiðis. Eigðu frábæran dag með englunum. Og það er að sjálfsögðu frábært veður eins og alltaf á afmælisdaginn okkar.
Knús, María
María, 7.7.2008 kl. 09:18
Innilega til hamingju með daginn skvís
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 7.7.2008 kl. 10:13
Til hamingju með afmælið... Hélt einmitt að þú værir að verða 25 ára
Helga Dóra, 7.7.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.