31.8.2008 | 21:49
Góð helgi :)
Helgin er búinn að vera ljúf. Föstudagur rólegur, kom heim um hádegi og var í rólegheitum heima, vegna mikillar rigningu kom Svali snemma heim og var það ljúft að era öll heima í kósý skapi.
Svali fór á laugardag á gæsaveiði. Skrítið hvað sumir eru æstir í að fara upp á heiði til að sofa í tjald til að liggja í skurði og skjóta fugla í rigningu og roki. Ég fór að vinna á laugardeginum, vann til 15, fór svo að ná í frænkuskottið hana Helenu sem bróðir minn á og systir mín kom svo með sín skott heim til mín.
Ég tók það að mér að leyfa þeim að gista hjá mér. Þannig að ég var með 5 börn, (Máni 10 ára, Helena 9 ára, Greta 8 ára, Ingvar 7 ára og Elín 5 ára.) Mér finnst ég vera hetja að lifa það af. Við fórum í Suðurbæjarlaug, fórum svo á videóleiguna og fundum myndir sem allir vildi horfa á ....úfff það tók slatta tíma og samningsviðræður, síðan tók geðveik
gleði, hlátur (gelgjuhlátur
), pískur, ískur og slatti að galsa
. Ég kom þeim öllum fyrir í risunu í hjónarúminu með mynd í tækinu og náðu þau að halda sér til 23 en þá fóru þau að detta í svefn eitt og eitt. Að sjálfsögðu var heimasætan mín síðust að sofna
, ótrúlegt hvað hún þarf lítinn svefn (mamma segir því miður að hún sé eins og ég var síðust að sofna -fyrst á fætur).
Skottin voru sótt um 11 leytið í morgun og tók þá tiltekkt við.
Síðan var ákveðið að fara í Bíó, mamma, pabbi, systir, mágur, mákona, móðursystir og maðurinn hennar, ég og börnin 5 fórum klukkan 15 á Mamma Mia. Brjálað stuð og allir skemmtu sér vel. Kom heim og eldaði góðan mat.
Yndislegt að eiga góða helgi. Takk fyrir mig og hafið það gott í kvöld.
Knús á ykkur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sé fyrir mér þreytta en sátta Brussu eftir þessa helgi.....
Helga Dóra, 31.8.2008 kl. 22:08
Yndisleg helgi hjá þér elskan :o)
Kristborg Ingibergsdóttir, 31.8.2008 kl. 22:18
Heppin.
María, 2.9.2008 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.