Ufff, ég var víst hömlulaus...!!!!!

 Mér finnst ég vera svo rík að eiga góða að, Þessi mynd var tekin um síðustu áramót. Bróðir minn, kona hans og mágur eru með mér á myndinni. viltu setja hana inn vegna alls þess sem ég hef fengið í stað þeirra kílóa sem ég hef misst.

Krabbi: Hver er ríkur? Það er sá sem nýtur þess sem hann á. Hlustaðu á það sem aðrir hafa að segja og reyndu að skilja sjónarmið þeirra.

 

http://cs-004.123.is/c9840aed-caa6-4baa-9273-33c50b405881.jpg


hömlulaus....ég segi ekki meira, myndin talar.

 

 

 

 


um 40 kg farinn

Ég byrjaði á nýju lífi 2.april. Tók þá ákvörðum að fara í 12 spora samtök. Ég lét stjórnast á kolvetnum og sætindum og réð ekki við neitt.   Var orðin 120 kg. Það tók mig 2 vikur að koma mér á fund og á þeim tíma var ég að reyna að ná stjórn á kolvetnisátinu. Misst reyndar 2 kg sem er gott en það var ekki nóg að trappa niður magnið.  Ég fór á fund og vissi að hér vildi ég vera, mér leið vel og vissi að í þetta sinn mundi ég finna það sem ég var að leita af. Ekki bara matarlega heldur sálarlega. Þegar maturinn er farinn að stjórna lífi manns er ekkert eftir nema svartnætti (fyrir mér). En nú eru liðnir 229 dagar og það eru farinn um 40 kg. Ég hefði ekki trúað að ég gæti látið af stjórn og fundið eitthvað sem virkar fyrir mig. Ég hef fengið ómældan stuðning, kærleik og frið frá manneskjum sem eru tilbúnar að vera til staðar fyrir mig. Ég er sátt við mig og lífið. Og er tilbúin að takast á við heiminn og er ekki hrædd.  knús til ykkar InLove kv Silla                                    

 Ein mynd sem tekin var 2006...þetta er bara fyrir H.D. hún elskar kvennahlaupsboli..heheheúfff

 

 

 

 

 

 

 Hinar myndirnar voru teknar í dag.   

 

skrítin pósaí buxum sem pössuðu á mig í febrúar


Fimleikahetjan mín

Gréta Örk og hópurinn hennar kepptu á Möggumóti í Keflavík á laugardaginn og stóðu sig eins og hetjur. Þær náðu sér í bikar fyrir 2. sætið og voru rosalega stoltar.

 

dsc05850.jpg  Hér er Gréta Örk með bikarinn og hópurinn hennar, flottar stelpur.


ohhhh eitthvað svo ómöguleg í dag :(

Ég er búinn að tyggja tyggjó í allt gærkvöldi og allan morgun..

mér er íllt í maganumSick, búinn með 2L pepsí max og er að böggast eitthvað. 

Mig langar í þetta og hitt og veit að ég get ekki borðað það...

því að ég er með ofnæmi..fer í hömlulaust át ef ég byrja...Errm

en samt langar mig ekki í NEITT nema mínar 3 vigtaðar máltíðar sem ég tilkynni þrátt fyrir allt.

Kannski er ég bara pirruð í dag.

æjji varð að væla smá.Crying

elska ykkur InLove

Friður Whistling

" það er ekki ein leið sem er rétt og allar hinar rangar"


Með nýjan titil í dag.......

Jæja nú er ég símadama í Iðnskólanum í Hafnarfirði og er að fíla það...hehehe....já maður er fjölhæfur og alveg svakalega vinnuglöð....hvenær vex ég upp úr því.????..veit ekki??? ...kannski aldrei.?????.

En það er nóg að gera um helgina ...vinna...hitta Ninu norsku vinkonu mína sem ég hef ekki séð í 10 ár....frændsystkina hittingur......sporin og hitta Ninu aftur. Fer kannski í Hallgrímskirkju að hlusta á kórinn hennar á sunnudag.   Brjál að gera eins og venjó.

 

spurning:  Ef ég er að biðja um hugarró...þarf ég ekki fyrst að vilja slaka á í lífinu.... og njóta lífsins í dögunum en ekki dögunum í lífini. ?

 

knús á ykkur og hafið það gott um helgina.   pís


Heimspeki Charles Schultz

Charles Schultz er höfundur teiknimynda syrpunnar Peanuts.

Þú þarft ekki að svara spurningunum.

Lestu verkefnið og þér mun verða þetta ljóst:

1. Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum.

2. Nefndu fimm síðustu sigurvegara í fegurðarsamkeppni Evrópu.

3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unnið Nobels verðlaunin.

4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskars verðlaunin á síðasta ári.

Hvernig gekk þér?

Niðurstaðan er, að enginn okkar man fyrirsagnir gærdagsins. Þetta eru ekki

annars flokks afreksmenn. Þeir eru þeir bestu á sínu sviði.En klappið deyr

út.Verðlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viðurkenningarnar og

skírteinin eru grafin með eigendum sínum.

Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Sjáðu hvernig þér gengur með þær:

1. Skrifaðu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuðu þér á þinni skólagöngu.

2. Nefndu þrjá vini, sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum.

3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt.

4. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem kunnu að meta þig að verðleikum.

5. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem þér þykir gott að umgangast.

Auðveldara?

Lexían: Fólkið sem skiptir þig mestu máli í

lífinu eru ekki þeir, sem hafa bestu

meðmælabréfin, mestu peningana eða flestu verðlaunin.

Heldur þeir, sem finnst þú skipta mestu máli.

Hafðu ekki áhyggjur af því, að heimurinn sé að

farast í dag. Það er nú þegar morgun í Ástralíu. (Charles Schultz)


Kanelsteikt Epli og Jarðaber....ummmmm

Hvað er betra en að borða pönnslu með heitum kanelsteiktum eplum og jarðaberum á sunnudagsmorgni í krepputíð.....gott hvað lítið gleður......verum saman og njótum þessa fallega sunnudags.

Hvað annað er hægt að gera?

knús til ykkar.

Njótið

Faðmist


Kreppukjöt-nokkur lömb og rolla

Jæja Þá er mín komin með kreppukjöt í frystikistuna, tilbúið hakkað, bútað og í heilum steikarstykkjum. Já maður verður að redda sér.    

Finnst Hún frábær...hlustaði á þetta lag mikið fyrir 10 árum???


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband